Við minnum á að miðvikudaginn 8. maí er leikskólinn lokaður vegna skipulagsdags :)

Um leið og við óskum ykkur gleðilegs sumars viljum við þakka ykkur kærlega fyrir skemmtilegan vetur. Eins og venjulega er mikið um að vera hjá okkur á hverjum degi, börn fara í hópastarf úti sem inni, heimspeki, dans og fleira og fleira. Allir fara reglulega í íþróttasal Laugarnesskóla og nú hafa allir farið að minnsta kosti einu sinni í fimleikasal Ármanns niður í Þróttaraheimili. Að venju er meiri útivist þegar fer að hlýna og börnin fara því oft tvisvar á dag út í leik. 

Þessa dagana erum við að skrifa umsókn og skýrslu til Landverndar en til stendur að flagga Grænfánanum jafnvel strax í júní ef vel gengur. Grænfánann fáum við fyrir að standa okkur vel í umhverfismálum og miðla þeirri þekkingu áfram. Umhverfissáttmáli Hofs verður hengdur upp inn fárra daga.

Í maí verður að venju mikið um að vera, sveitaferðin verður fimmtudaginn 16. maí, farið verður að Miðdal í Kjós með rútum og eru foreldrar velkomnir með í ferðina. Vegna mikils fjölda getum við alls ekki boðið systkinum né öðrum fjölskyldumeðlimum með. Ferðin miðast því eingöngu við að barn og einn til tvo fullorðna.

Síðasti skipulagsdagur vetrarins er 8. maí, þá ætlar starfsfólk Hofs að skreppa út fyrir bæinn, leiðin liggur austur á Flúðir þar sem unnið verður að því að meta vetrarstarfið og byrja undirbúning á næsta skólaári.

Elstu börnin útskrifast 30. maí, þann dag fara þau með kennurum í rútuferð austur fyrir fjall og seinni partinn er hefðbundin útskriftarathöfn fyrir þau og fjölskylduna hér í leikskólanum.

 

Gleðilegt sumar!

 

Á morgun bjóðum við ömmur og afa velkomin til í heimsókn til okkar á milli kl. 8:30 og 10. Boðið verður upp á kaffi og bollur sem börnin hafa bakað.

Skólanámskrá 2016

Smelltu á linkinn til að skoða námskrá Hofs.