Nú erum við komin til starfa eftir sumarfrí og er aðlögun og flutingur á milli deilda í fullum gangi. Við kíktum á kartöfluuppskeruna og lofar hún góðu :)

 

 

 

IMG 6464

Afmæli - opið hús - sumarhátíð - Grænfána flaggað!!!!!!!!!!


Já nú er sko heldur betur ástæða til að fagna, í dag heldur leikskólinn upp á 17 ára afmælið! Við gleðjumst og fögnum með sumarhátíð sem hefst kl. 15

 

Til hamingju með afmælið :)

Ágætu foreldrar og aðrir nágrannar!

Nú standa yfir viðgerðir á útileiksvæði okkar hér í leikskólanum Hofi. Garðurinn verður því lokaður á kvöldin og um helgar fram yfir 17. júní. Við viljum vinsamlega biðja ykkur um að taka tillit til þess og ræða það við börnin ykkar.

Bestu kveðjur,

Ingveldur H. Björnsdóttir

leikskólastjóri

Föstudaginn 7. júní á leikskólinn afmæli. Af því tilefni höfum við opið hús og sýnum verk vetrarins á öllum deildum. Klukkan 15:30 fáum við Grænfánann afhentan og honum verður flaggað við hátíðlega athöfn. Um leið heldur foreldrafélagið sumarhátíð, grillar pylsur og býður upp á skemmtiatriði.

Hátíðhöldin hefjast kl. 15 og standa til 16:30. Hlökkum til að sjá alla hressa og káta.