Í dag ákváðum við að nýta þetta yndislega veður og kveikja upp í útieldstæðinu okkar. Gosia hitaði kakó og því var svo skellt í pottinn yfir eldinn og hitað betur þar. Það er náttúrlega fátt skemmtilegra en að sitja úti í veðurblíðunni með heitt kakó og kex. Annars hefur þetta verið ljúf vika, nokkrar deildir eru búnar í foreldraviðtölum en þau klárast í lok mánaðarins.

Við erum að fá ný húsgögn á kaffistofuna okkar um þessar mundir og þess vegna hefur verið dálítið draslaralegt hjá okkur, sérstaklega á ganginum. Framkvæmdum fer að ljúka og við fyrsta tækifæri gerum við fínt aftur. Einnig er búið að endurnýja stóla á nokkrum deildum og við fengum líka nýtt og betra borð í fundar-/sérkennsluherbergið.  Svo það er alltaf eitthvað um að vera hjá okkur.

 

Njótið helgarinnar og góða veðursins!

 

Bleikur dagur verður föstudaginn 11. október hér á Hofi eins og annars staðar í samfélaginu :)

 

Allir sem vilja mæta í eða með eitthvað bleikt :)

 

vegna veikinda frestum við finnska deginum um óákveðinn tíma :)

Við minnum ykkur á að föstudaginn 27. september er leikskólinn lokaður vegna skipulagsdags starfsfólks. Dagurinn verður að nokkru leyti frábrugðinn fyrri skipulagsdögum því fyrir hádegi sameinast starfsfólk Hofs, Laugasólar og Langholts á fyrirlestrum um ýmis málefni s.s. útikennslu og læsi. Eftir hádegi komum við hingað í skólann og vinnum meðal annars í læsisstefnu fyrir skólann.

 

 

Smelltu á starfsáætlun Hofs til að lesa

 

Smelltu á Foreldraráð umsögn 2016-2017 til að lesa