9. des
Eins og venjulega er nóg um að vera á aðventunni, síðasta vika var eiginlega vika starfsfólksins, við vorum með leynivinaleik og jólagleði ásamt dásamlegri jólaljótupeysukeppni sem tókst mjög vel. Við þökkum ykkur kærlega fyrir þátttökuna í leiknum. Ljótasta jólapeysan var kosin og einnig var fengin dómefnd sem kaus besta handverkið og hönnunina.IMG 7501

Hér er hópurinn samankominn sem skilaði inn peysum, Sigga er í peysunni hennar Önnu sem var heima vegna veikinda

 handverk

Besta handverk og hönnun, Særún 3. sæti, Guðný 1.sæti og Inga 2. sæti

 

 

ljotasta

Ljótasta peysan, Kristín Ragna 2.sæti, Særún 1.sæti og Lilja 3. sæti

Auðvitað er nóg um að vera hjá börnunum líka, börnin eru þessa dagana að vinna í leyndarmáli sem ratar undir jólatréð heima og jólalögin eru sungin á hverjum degi. Við þökkum ykkur kærlega fyrir komuna í aðventukaffið sem var sl. fimmtudag. Það  er virkilega gaman að sjá hve margir gefa sér tíma til að stoppa og njóta samverunnar í upphafi dagsins.

Þessi vika verður lífleg og nóg um að vera. Á miðvikudaginn höfum við kaffitímann óvenjulegan, drekkum á ganginum og búum til kaffihúsastemmingu með heitu súkkulaði, rjóma og kökum. Hópar barna eru út um víðan völl, sumir fara í Húsdýragarðinn í sögustund, aðrir á jólaball í Hörpu og einhverjir fara í göngutúra til að skoða jólaljósin og skrautið. Það ætti alla vega engum að leiðast í skólanum næstu daga.

Njótið aðventunnar!

30.nóv

Þá er aðventan á næsta leiti og eins og venja er verður nóg um að vera í skólanum fram að jólum. Á mánudaginn vonumst við til að fá gott veður því við ætlum að halda fyrstu jólasöngstundina úti við eldinn. Hita okkur jólasafa, kveikja á luktum og syngja nokkur jólalög. Fimmtudaginn 5. des verður svo okkar árlega aðventukaffi fyrir foreldra, við byrjum um kl. 8:30, verðum búin að hita súkkulaði og börnin baka bollur. Á aðventunni fara hópar í alls kyns ferðir, einhverjir fara í sögustundir í Grasagarðinum, aðrir ætla að hitta Sólu í Húsdýragarðinum og eldri börnin fara á jólaball í Hörpu seinna í mánuðinum. Deildarstjórar hverrar deildar auglýsa dagskrána betur.

 

Starfsmannabreytingar urðu nú um mánaðamótin þegar Oddný Jónína hættir hér hjá okkur og snýr sér að öðrum starfsvettvangi. í hennar stað kemur Linda Rós leikskólakennari. Um leið og við þökkum Oddnýju fyrir samstarfið bjóðum við Lindu Rós velkomna.

 

Njótið aðventunnar!

29.nóv

Jæja þá er nú heldur betur farið að styttast í jólin, aðventan hefst á sunnudaginn og eins og hefð er fyrir fögnum við henni og njótum hennar. Á mánudaginn verður fyrsta jólasöngstundin, ef veður leyfir ætlum við að safnast saman við eldstæðið og hita eplasafa og syngja fyrstu jólalögin. Við syngjum upp úr klukkan 9 til að ná myrkri og kósýstemmingu við eldinn. Í desember verður að venju nóg um að vera en hver deildarstjóri sendir tölvupóst um það sem um er að vera á hverri deild.

29.okt 2013

Nú hefur starfsmannahópurinn ákveðið að fara til Reading í Bretlandi í námsferð í vor.

Lokað verður dagana 2. og 5. maí 2014.

Hópurinn fer á námskeið í Numicon sem er stærðfræðinámsefni sem ætlað er leikskólabörnum. Einnig munum við skoða leikskóla í Reading. Við leyfum ykkur að sjálfsögðu að fylgjast með undirbúningi ferðarinnar.