31. jan

Kæru foreldrar

Í Grænfánaverkefninu er gert ráð fyrir að vinna með eitt ákveðið þema hluta úr hverju skólaári. Að þessu sinni höfum við ákveðið að taka Lýðheilsu fyrir. Innan þess fellur tannverndarvika sem er í næstu viku og ætlunin er að taka þátt í henni. Á mánudaginn verður horft á leikritið um Karíus og Baktus (á skjávarpa) en dagana þar á eftir verður unnið á hverri deild með verkefnið. Upplagt fyrir foreldra að nýta tækifærið og spjalla við börnin um tannhirðu og mikilvægi þess að eiga heilar tennur. Þegar tannverndarviku lýkur tekur við hreyfing við. Þó mikið sé um hreyfingu ætlum við að leggja enn meiri áherslu á hana í febrúar og hvetja til daglegrar hreyfingar bæði með börnum og starfsfólki. Lífshlaupið verður í febrúar og starfsmannahópurinn tekur þátt í því. Sérstakur hreyfidagur verður föstudaginn 14. febrúar.

Næsta föstudag 7. febrúar verður ömmu- og afakaffi kl. 9. Ömmur og afar eru velkomin en ef þau eru ekki til staðar eru foreldrar eða aðrir ættingjar barnsins velkomnir.

karus og baktus

21. janúar

Ákveðið hefur verið, í samráði við foreldraráð leikskólans, að lokað verði vegna sumarleyfa frá miðvikudeginum 9. júlí og við opnum aftur fimmtudaginn 7. ágúst.

með bestu kveðju :)

 

3. janúar

Þá er jólahátíðin að baki og framundan nýtt ár með nýjum ævintýrum. Skólastarfið tekur ekki miklum breytingum um áramót, hópastarf hefst fljótlega og hefðbundin verkefni eru framundan. Næsti skipulagsdagur er 24. febrúar en þann dag er leikskólinn lokaður. 

Ný skólanámskrá er í vinnslu og stefnan er að leyfa ykkur foreldrum að taka þátt í þeirri vinnu. 

 

Á mánudaginn, 6.janúar ætlum við að kveðja jólin með söngstund kl. 9:15.

 

 

16.des

Átta dagar til jóla og stemmingin magnast,  hér er líf og fjör eins og alla daga, í morgun fóru flakkarar í Húsdýragarðinn og á morgun fara þeir á jólaball í Hörpu. Hópur af Rauðudeild fer í sögustund á bókasafnið og einhverjir hópar fara í gönguferðir.

Á fimmtudaginn er jólaball skólans, það byrjar kl. 10 en vegna plássleysis getum við ekki boðið foreldrum að vera með. Í hádeginu þann dag er boðið upp á jólamat, hangikjöt með öllu tilheyrandi meðlæti.

Reynsla síðustu ára er að mörg börn fá lengra jólafrí og þess vegna er mikilvægt fyrir eldhúsið að þið látið viðkomandi deild vita hvaða daga börnin fá frí. Þá er hægt að haga matarpöntunum í samræmi við það.