Dagana 3., 4. og 5. júní verðum við með opið hús frá kl. 9-11 og aftur frá kl. 14-16 alla dagana. Á opið hús eru allir velkomnir í heimsókn til að kynna sér starfið og skoða verk barnanna frá vetrinum. Á þriðjudag og fimmtudag kveikjum við upp í eldstæðinu og bjóðum upp á heitan safa í garðinum.

 

Föstudaginn 6.júní heldur foreldrafélagið sumarhátíð, boðið verður upp á grillaðar pylsur, ís og skemmtun. Sumarhátíðin byrjar kl. 15 og um kl. 16 koma óvæntir gestir í heimsókn.

14.maí

Ja hérna hér... kominn miður maí og ekkert verið skrifað lengi lengi. Það hefur nú aldeilis margt á daga okkar drifið sl. vikur. Fyrst ber að nefna frábæra utanlandsferð sem nánast allt starfsfólk fór í til Reading um mánaðamótin. Fimm skólar voru skoðaðir og svo fór allur hópurinn á Numicon stærðfræðinámskeið. Mjög fróðlegt og skemmtilegt námskeið sem á eftir að nýtast okkur vel í starfi. Ferðin var í alla staði vel heppnuð og það var þreyttur og glaður hópur sem lenti í Keflavík seint að kvöldi og kom að sjálfsögðu hress í vinnu daginn eftir. Við þökkum kærlega fyrir allan stuðninginn sem þið kæru foreldrar sýnduð okkur með því að kaupa af okkur kleinur og fleira.

Barnamenningarhátíðin í Hörpu gekk líka ljómandi vel, elstu börnin voru okkur til sóma og stóðu sig vel á sviðinu ásamt 500 öðrum börnum. Hluti af dagskránni verður fluttur á útskrift elstu barnanna og aldrei að vita nema við brestum í söng á góðum degi í sumar.

Næst á dagskránni er svo hin árlega og skemmtilega sveitaferð, við förum í Miðdal í Kjós en þangað höfum við farið sl. ár. Þar verður margt að sjá og gera, við minnum ykkur á að skrá ykkur á blöðin á deildunum og hver fullorðinn sem kemur með í ferðina þarf að greiða 1500 kr. Við biðjum ykkur um að taka ekki með nesti en skólinn tekur með sér kex og í sveitinni er boðið upp á kaffi og mjólk. Þegar við komum til baka verður boðið upp á grillaðar pylsur í garðinum.

Flakkarar eru farnir að flakka um borgina, fóru í heimsókn í leikskólann Steinahlíð í vikunni og framundan eru margar spennandi ferðir. Deildastjórar sjá um að auglýsa ferðirnar þegar nær dregur.

Kíkið endilega á myndasíðuna, þar koma reglulega inn myndir frá öllum deildum.

 

27.mars

Eins og venjulega er nóg um að vera hjá okkur í leikskólanum þessa dagana, elstu börnin og börnin á Rauðudeild nýttu sér boð frá Bíó Paradís um ókeypis skólasýningar á Alþjóðlega barnakvikmyndahátið og skunduðu í bíó í vikunni.

Nóg var um að vera á Grænudeildinni í morgun en þá var málað á bumbunni ... liltla herbergið er veggfóðrað með maskínupappír og börnin fá að mála veggi og gólf ...  og sig sjálf eins og þau vilja... :) ótrúlega skemmtilegt!

Hópur af Bláudeild fór í Ármann, þar er alltaf skemmtilegt að vera og hoppað og skoppað út um allan sal.

Á morgun, föstudag ætlum við að hafa dag Litháen, föstudaginn 4. apríl verður Spænskur dagur og föstudaginn 11.apríl verður dagur Austurríkis.

Elstu börnin fara í Tónskóla Sigursveins í næstu viku á æfingu fyrir tónleikana í Hörpu sem verða 29. apríl.

 

Njótið helgarinnar!

 

 

7.mars

Tíminn æðir áfram og kominn mars, dagsbirtan eykst með hverri vikunni og nú birtir með snjónum líka. Hér í leikskólanum er alltaf nóg um að vera. Mesti hátíðisdagur barnanna, öskudagur var í vikunni og tókst ljómandi vel. Bæði börn og starfsfólk mættu í búningum, hér var dansað, horft á teiknimynd og borðuð pizza í hádeginu. Bolludagur og Sprengidagur voru líka hefðbundnir með bollum og saltkjöti.

Í dag er dagur Ástralíu, í söngstundinni var horft á mynd frá Ástralíu og uppskriftin af hádegismatnum, innbakað hakk kemur frá þessu stóra, fjarlæga landi.

Allar deildir eru í hópastarfi þessa dagana, elstu börnin fara á næstu tveimur vikum í heimsókn í Laugarnesskóla. Heimsóknir út í Ármann og gönguferðir um hverfið eru reglulega á dagskrá.

20. mars kaupir foreldrafélgaið inn leiksýningu fyrir börnin, þá kemur Bernd Ogrodnik og sýnir Pétur og úlfinn.

Elstu börnin eru komin í stórt samvinnuverkefni við Tónskóla Sigursveins sem endar á stórum tónleikum í Eldborg í Hörpu í lok apríl.

Það er því alltaf líf og fjör á Hofi, endilega verið dugleg að kíkja á myndirnar á myndasíðunni!

Njótið helgarinnar.