IMG 910814.ágúst

Þessa dagana erum við að njóta þess að gæða okkur á nýju grænmeti og kryddjurtum úr garðinum, en kartöflurnar fá að bíða aðeins lengur. Gosia fékk góða aðstoð frá krökkunum.

 

 

 

 

 

 

Ágætu foreldrar.

Eins og þið þekkið hefur leikskólinn 6 skipulagsdaga á ári. Fyrsti skipulagsdagur á þessu leikskólaári verður

föstudaginn 22. ágúst og er þá leikskólinn Hof lokaður.

Aðrir skipulagsdagar á leikskólaárinu 2014 - 2015  verða á eftirfarandi dögum:

2014

Þriðjudagur 30. september

Miðvikudagur 19. nóvember

2015

Föstudagur 16. janúar

Mánudagur 9. mars

Fimmtudaginn 30. apríl

Allir þessir dagar eru í samráði við leikskólann Laugasól, Laugarnesskóla, Laugalækjarskóla og foreldraráð leikskólans.

Skóladagatal vetrarins verður tilbúið fljótlega og verður þá sent í tölvupósti til foreldra

Bestu kveðjur,

Ingveldur H. Björnsdóttir

7.ágúst

Þá er sumarfríið liðið og allt fór í gang aftur hér í dag. Á mánudaginn byrjar hópur af nýjum börnum og þá flytur hópur af börnum á milli deilda. Starfsmannahópurinn er svo til óbreyttur, Sara á Svörtudeildinni hættir, Lísa á Grænudeild fer fljótlega í fæðingarorlof, Erna og Steinunn sem voru hér í sumar fara aftur í skóla. Lovísa byrjar 18.ágúst á Rauðudeildinni. Við ætlum að vera duglegar að setja hér inn fréttir í vetur og látið okkur endilega vita ef þið rekist á einhverjar vitleysur eða ef við erum að gleyma okkur hér :)

Við minnum svo á að Föstudaginn 22.ágúst er skipulagsdagur og þann dag er skólinn lokaður. 

 

 

8.júli

Jæja þá er sumarfrí að bresta á. Við lokum eftir daginn í dag og opnum

aftur fimmtudaginn 7.ágúst.

 

Njótið sumarsins sem vonandi verður sólríkt og gott