23. ágúst

Hér koma skipulagsdagar skólaárið 2016-2017. Þeir eru líka inni á skóladagatalinu sem kemur hér inn eftir nokkra daga.

22.ágúst

16. september

21. nóvember

3. febrúar

24. mars

28. apríl

8. ágúst 

Þá höfum við opnað eftir gott sumarfrí og í dag komu til okkar nokkur ný börn í aðlögun. Í dag fluttu líka nokkur börn á milli deilda en aðalflutningurinn fer fram 23. ágúst þegar skólabörnin hafa kvatt og þá byrjar líka stór hópur nýrra barna. Fram að þeim tíma einkennist starfið af útiveru (vonandi í sól og blíðu) og hefðbundnum verkum. 

 

Við minnum á skipulagsdaginn 22. ágúst, þá er lokað hjá okkur allan daginn. Þann dag notum við til að undirbúa nýtt starfsár. 

9. júní

Á morgun föstudaginn 10. júní kemur Brúðubíllinn hingað út á skólalóð og auðvitað mætum við þangað. Sýningin byrjar klukkan 10. 

Brubllinn

Þriðjudaginn 7. júní nk. á leikskólinn 20 ára afmæli. Að sjálfsögðu verður mikið um að vera og húllum hæ allan daginn. Opið hús verður frá klukkan 15 - 17 og eru allir hjartanlega velkomnir. Foreldrafélagið verður með okkur í hátíðahöldunum og heldur sína sumarhátíð með okkur. Að sjálfsögðu verður boðið uppá afmælisköku, grillaðar pylsur verða í garðinum og um allan skóla verða myndir og verk barnanna til sýnis. Á ganginum verður sett upp ljósmyndasögusýning. Gaman væri að sjá sem flesta.. fyrrverandi kennara og nemendur, foreldra og aðra velunnara skólans. 

 

Verið hjartanlega velkomin á afmælishátíð skólans!