5.des

Þá er aðventan hafin með fullt af skemmtilegum uppákomum og verkefnum. Við þökkum ykkur fyrir komuna í gær í aðventukaffið okkar. Að venju buðum við upp á heitt súkkulaði og heimabakaðar bollur eftir börnin. Það er alltaf notalegt að eiga þessa stund með ykkur í upphafi aðventunnar.

Í næstu viku býður foreldrafélagið upp á leikskýninguna Grýla og jólasveinarnir. Þórdís Arnljótsdóttir leikur. Leiksýningin er þriðjudaginn 9. desember kl. 10:30.

Á miðvikudaginn bregðum við okkur á kaffihús.. reyndar bara á ganginn, fáum okkur heitt súkkulaði og smákökur og lagkökur sem Oddný og Gosia hafa bakað.

Fimmtudaginn 18. desember verður jólaball skólans fyrir hádegi, við dönsum í kringum jólatréð og fáum vonandi einhverja sveina í heimsókn með pakka :) Í hádeginu borðum við hangikjöt með öllu tilheyrandi.

Þessir viðburðir, leiksýningin, kaffihúsadagurinn og jólaballið er eingöngu ætlað börnum og starfsfólki.

Allar deildir eru á kafi í öðrum verkefnum sem auglýst verða eftir því sem við á. Að sjálfsögðu eru líka allir að vinna í leyndarmálum sem ættu að enda undir jólatrénu heima :)

 

Njótið aðventunnar :)

20.nóv

Þó enn séu tæpar fimm vikur til jóla höfum við ákveðið sumarfríið 2015. Í samráði við foreldraráð var ákveðið að loka miðvikudaginn 8. júlí og opna aftur fimmtudaginn 6.ágúst. Vonum að það komi sér vel að vita dagsetninguna með þetta löngum fyrirvara...

 

en fyrst höldum við jól :)

17.nóv

Við minnum á að leikskólinn er lokaður á miðvikudaginn 19. nóvember vegna skipulagsdags. Nóg verður um að vera hjá starfsfólkinu, unnið verður í nýrri námskrá þar sem kaflinn um sköpun og menningu verður til umfjöllunar. Starfsfólk Svörtu- og Hvítudeildar verða mestan hluta dagsins á námskeiði með Vöndu Sigurgeirsdóttur, en hún er að byrja að vinna þróunarverkefni um forvarnir vegna eineltis. Hof, Laugasól og Laugarnesskóli taka þátt í verkefninu og kennarar elstu barnanna á Laugasól koma til að vera með á námskeiðinu. Einnig eru deildarfundir og starfsmannafundur á þessum degi.

 

 

4.nóv

Í dag er leikskólastjórinn okkar hún Ingveldur 60 ára! Við náðum að sprella aðeins í henni í morgun, vorum búin að breyta skrifstofunni hennar í boltaland og hengja upp myndir og blöðrur. Starfsmannahópurinn gaf henni fallegt hálsmen og börnin voru búin að teikna myndir handa henni.

Innilega til hamingju með afmælið elsku Ingveldur

IMG 1164

IMG 1161