6. febrúar

Í dag er dagur leikskólans, við héldum að sjálfsögðu upp á daginn með margvíslegum hætti. Byrjuðum á að bjóða börn og foreldra velkomin með heitri sólberjasaft beint af eldstæðinu okkar... Elstu börnin héldu fund fyrir nokkru þar sem var ákveðið að fá að mála sig í framan og halda ball í tilefni dagsins. Samveran hófst með afmælissöngnum því Fríða á Guludeildinni verður fimmtug á sunnudaginn og hún fékk auðvitað pakka og kórónu. Því næst var horft á gamla útgáfu af Karíusi og Baktusi enda tannverndarvika að enda. Að því loknu var slegið upp balli og allir skemmtu sér konunglega. Í hádeginu var svo pylsupartý og til að enda veisluna var Oddný búin að baka dýrindis döðlubrauð sem rann ljúflega niður með kaldri mjólk í kaffitímanum.

Takk fyrir skemmtilegan dag og góða helgi :)

 

 

2.feb

Þessi vika er helguð tannvernd, Kjörorð tannverndarviku 2015 er Sjaldan sætindi og í litlu magni. Við ætlum að sjálfsögðu að huga að fræðslu í vikunni, teiknum myndir, lesum um Karíus og Baktus og vinnum jafnvel einhver skemmtileg verkefni.

Karus og Baktus

 

 

 

 

 

 

 

Á föstudaginn er Dagur leikskólans, deginum er ætlað að vekja athygli almennings á leikskólamálum auk þess sem haldið er upp á daginn í flestum leikskólum landsins. Við leyfðum börnunum að velja hvað yrði gert hér og elstu börnin völdu að láta mála sig í framan og fá ball. Að sjálfsögðu verðum við við þeim óskum og höldum ball á föstudagsmorguninn.. við munum einnig skreyta leikskólagirðinguna og ef veður leyfir kveikjum við upp snemma dags og bjóðum upp á heita saft þegar þið mætið með börnin í leikskólann. Til að gera daginn enn skemmtilegri verður boðið upp á pylsur í brauði í hádeginu og nýbakað döðlubrauð í kaffitímanum.


Alltaf nóg um að vera á Hofi eins og venjulega!!!!

13.janúar 2015

Við óskum ykkur gleðilegs árs með kæru þakklæti fyrir árið sem var að líða. Við fögunum að sjálfsögðu nýju ári sem er það 19 í sögu skólans. Allt hefðbundið skólastarf er komið í fastar skorður og nóg um að vera. Aldís sem var á Hvítudeildinni eignaðist strák næstsíðasta dag ársins, Atli byrjaði á Hvítudeildinni strax 5. janúar og Hulda Ösp leikskólakennari bættist í hópinn og fór inn á Rauðudeild. Aðrar breytingar verða ekki á starfsmannahópnum að þessu sinni.

 

23.des

 

Við óskum ykkur gleðilegra jóla og þökkum ykkur samfylgdina á árinu

sem er að líða, hlökkum til nýs árs með ykkur.

jlakveja