23.mars

Daginn er nú heldur betur farið að lengja og í dag koma allir í leikskólann í björtu og fara heim í sólskini... það er svo gaman. Þessa dagana er nóg um að vera eins og alltaf, við gátum fylgst með sólmyrkvanum á tjaldinu á hreyfisvæðinu og elstu börnin fengu að fara út með sólmyrkvagleraugu eða rafsuðugler. Í morgun fóru Svarta og Hvíta í bíó, Bíó Paradís býður á barnakvikmyndahátíð sem nú stendur yfir. Á öllum deildum er hópastarf eða stöðvavinna í fullum gangi, æfingar fyrir Barnamenningarhátíð standa yfir á Svörtu og Hvítu. Nóg að gera á öllum deildum :)

Að sjálfsögðu lokar leikskólinn aðeins rauða daga um páskana en ef börnin ætla að vera í fríi umfram það væri gott að frétta af því.

 

Sveitaferð verður þriðjudaginn 12. maí, farið verður í Miðdal í Kjós og eins og áður eru foreldrar velkomnir með en öll börn fara í ferðina hvort sem foreldrar koma með eða ekki.

Eins og áður hefur komið fram er leikskólinn lokaður vegna sumarleyfa frá 8.júlí,   opnum aftur fimmtudaginn 7.ágúst

 

 

I morgun var hreyfidagur í leikskólanum. Börnunum var skipt upp í hópa sem fóru á milli stöðva í ýmsa leiki eða verkefni. Þetta reyndi á samvinnu og þrautseglu þeirra á milli. En myndir segja meira en mörg orð. Endileg kíkið á myndasíðu leikskólans.

IMG 0540

IMG 0539

IMG 0516

IMG 0466

17.feb

Þessir dagar sem eru núna eru svo skemmtilegir.. bolludagur með kjötbollum og rjómabollum.. sprengidagur með saltkjöti og baunum og enginn þorir að borða of mikið þvi þá springur maður.. og svo uppáhaldsdagur allra barna ... ÖSKUDAGUR... spennnan er í hámarki og mikil eftirvænting í loftinu.. sjálfsagt fyllist skólinn á morgun af prinsessum og drekum, Línum og Sollum, trúðum og ofurhetjum... dagurinn verður hefðbundinn... búningaball kl. 10 og í framhaldi sláum við "köttinn" úr tunnunni og náum okkur svo niður með smá sjónvarpsafþreyingu.. pizzan í hádeginu og kakan í kaffitímanum toppar svo daginn :) Eins og áður mega börnin koma í búningum og allir fylgihlutir mega fylgja með.

Við taka svo hefðbundnir dagar með hópastarfi, gönguferðum og útiveru, endilega látið okkur vita ef börnin ætla í vetrarfrí í lok vikunnar með eldri systkinum sínum.

 

Njótum vetrarins og birtunnar sem eykst með hverjum degi :)

9.febrúar

Eins og venja er lokar leikskólinn í fjórar vikur í sumar vegna sumarleyfa.

Leikskólinn verður lokaður frá miðvikudeginum 8. júlí til og með miðvikudagsins 5. ágúst


Opnum aftur fimmtudaginn 6. ágúst