Grænfáninn afhentur í annað sinn


Í dag, 18. júní fengum við í leikskólanum Hofi Grænfánann afhentan í annað sinn. Katrín Magnúsdóttir verkefnastjóri Skóla á grænni grein kom og afhenti fánann sem var dreginn að húni að viðstöddum börnum og starfsfólki Hofs. Þemu skólans voru að þessu sinni lýðheilsa og samgöngur. Skýrsluna má lesa hér á síðunni undir Grænfáni - fréttir.
Til að halda upp á daginn var kveikt upp í eldstæðum og bakaðar lummur og heitur safi drukkinn með. Í hádeginu fengu börnin grillaðar pylsur.

 

IMG 4885   IMG 4880IMG 4892

IMG 4870

Eins og venja er lokar leikskólinn í fjórar vikur í sumar vegna sumarleyfa.

Leikskólinn verður lokaður frá miðvikudeginum 8. júlí til og með miðvikudagsins 5. ágúst

Opnum aftur fimmtudaginn 6. ágúst

16. júní

Kæru foreldrar
Fimmtudaginn 18. júní fáum við Grænfánann afhentan í annað sinn. Að sjálfsögðu gerum við okkur glaðan dag og ætlum að kveikja upp í eldstæðinu, baka lummur og hita sólberjadrykk. Klukkan 11 kemur Katrín frá Landvernd og dregur nýjan Grænfána að hún. Ykkur er velkomið að líta við í garðinum og þiggja lummur og fylgjast með afhendingu fánans.


Skólar á grænni grein er alþjóðlegt verkefni til að auka umhverfismennt og styrkja menntun til sjálfbærni í skólum. Skólar ganga í gegnum sjö skref í átt að aukinni umhverfisvitund og sjálfbærni. Þegar því marki er náð fá skólarnir að flagga Grænfánanum til tveggja ára og fæst sú viðurkenning endurnýjuð ef skólarnir halda áfram góðu starfi.
Grænfáninn er umhverfisviðurkenning sem nýtur virðingar víða í Evrópu sem tákn um árangursríka fræðslu og umhverfisstefnu í skólum. Skrefin sjö eru ákveðin verkefni sem efla vitund nemenda, kennara og annarra starfsmanna skólans um umhverfismál. Verkefnin eru bæði til kennslu í bekk og til að bæta daglegan rekstur skóla. Þau styrkja grunn að því að tekin sé ábyrg afstaða og innleiddar raunhæfar aðgerðir í umhverfismálum og sjálfbærni innan skólans. Jafnframt sýnir reynslan að skólar sem taka þátt í verkefninu geta sparað talsvert í rekstri.

Við óskum ykkur gleðilegs sumars og þökkum fyrir veturinn. Þrátt fyrir langan og strangan vetur er bjart yfir okkur hér á Hofi og komum bara þokkaleg öll vel undan vetri :) Eins og venjulega er nóg um að vera og margt brasað í leikskólanum.

Síðasta vetrardag fórum við öll í skrúðgöngu um hverfið, spiluðum á hljóðfæri og skemmtum hvert öðru í garðinum á eftir. Elstu börnin tóku þátt í Barnamenningarhátíð í Hörpu í vikunni og næstelstu börnin fengu að fara með og horfa á. Í dag fara elstu börnin í heimsókn í Borgarleikhúsið. Eins og venjulega fara líka hópar í hverri viku í Ármann og í íþróttasal Laugarnesskóla.

Við minnum á skipulagsdaginn á fimmtudaginn í næstu viku, 30.apríl, þá er leikskólinn lokaður.

Með hækkandi sól er meiri útivera og stundum endum við daginn úti, þá eins og þegar börnin eru inni er afar mikilvægt að láta starfsmann vita þegar barn er sótt og passa vel upp á að engin "auka" börn fari með út. Börnin mega alls ekki halda hurðinni opinni þegar gengið er um.


Svo vonum við bara að hitastigið fari að hækka aðeins og sólin haldi sér á lofti... þá er allt svo skemmtilegt...

 

Gleðilegt sumar!!!