25.ág

Þá má segja að nýtt starfsár sé hafið í skólanum, fyrir helgi kvaddi hér stór hópur barna sem tekur nú sín fyrstu skref í grunnskólanum og í gær unnu kennarar að undirbúningi vetrarstarfsins. Í dag, þriðjudag, kom hópur barna í sína fyrstu heimsókn í skólann. Annar hópur, ekki eins stór kemur 7. september og má þá segja að vetrarstarf geti hafist. Mörg börn fóru líka á nýja deild í morgun og margir pínulítið ringlaðir í morgunsárið. En það verður fljótt að jafna sig. Eins og áður hefur komið fram eru litlar starfsmannabreytingar, Atli hættir 31. ágúst og Elísabet byrjar 1. september. Hún verður fyrst á Hvítudeildinni en færir sig inn á Bláudeild seinna í vetur þegar Aldís snýr aftur eftir fæðingarorlof.

Starfsáætlun vetrarins og skóladagatalið verður sent mjög fljótlega til foreldra og einnig sett hér inn á síðuna.

Á fimmtudaginn er kynningarfundur fyrir foreldra sem eru að byrja með börn sín í skólanum, fundurinn verður frá kl. 12-13 á fimmtudaginn, 27. ágúst.

 

11.ágúst

Jæja þá erum við mætt aftur eftir gott sumarfrí og vonum að þið hafið öll átt ánægjulegt frí. Hópur barna hætti fyrir sumarfrí og það voru því 12 börn sem mættu hér í gær spræk og spennt að byrja í nýjum leikskóla. 21. ágúst hætta svo öll þau börn sem eru að fara í grunnskóla og 25.ágúst kemur stór hópur nýrra barna. 

Mánudaginn 24. ágúst er fyrsti skipulagsdagur skólaársins, þann dag er leikskólinn lokaður og kennarar nota daginn til að undirbúa veturinn.

Mjög litlar starfsmannabreytingar verða í haust, Atli snýr til annarra starfa og í hans stað kemur Elísabet, svo skemmtilega vill til að hún er fyrrverandi nemandi hér á Hofi. Elísabet byrjar á Hvítudeild þangað til Aldís kemur aftur úr fæðingarorlofi, þaðan fer Elísabet inn á Bláudeild.

Í morgun tókum við okkur til og höfðum útihreyfidag. Öll börn fóru í hóp og fengu hópstjóra og svo var farið á milli stöðva og leikið og æft. Boltaleikir, stoppdans, limbó, fallhlíf og stórfiskaleikur voru meðal annars á dagskrá. Allir skemmtu sér vel í góða veðrinu.

í síðustu viku komu foreldrar elstu barnanna færandi hendi en þá var okkur gefið forláta hjól sem bætist í hjólakost leikskólans, við þökkum kærlega fyrir okkur.

Og nú förum við alveg að komast í sumarfrí, síðasti dagur fyrir frí er þriðjudagurinn 7. júlí og við opnum aftur fimmtudaginn 6.ágúst.

IMG 7991

IMG 8011

IMG 7985

IMG 7960

IMG 7960

IMG 7929

Í dag, 18. júní fengum við í leikskólanum Hofi Grænfánann afhentan í annað sinn. Katrín Magnúsdóttir verkefnastjóri Skóla á grænni grein kom og afhenti fánann sem var dreginn að húni að viðstöddum börnum og starfsfólki Hofs. Þemu skólans voru að þessu sinni lýðheilsa og samgöngur.
Til að halda upp á daginn var kveikt upp í eldstæðum og bakaðar lummur og heitur safi drukkinn með. Í hádeginu fengu börnin grillaðar pylsur.

 

Hér má lesa skýrsluna um starfið